Umsagnir viðskiptavina

Við leggjum áherslu á sérsniðna virðisaukandi ráðgjöf

Ráðgjöf Strategíu byggir á áratuga reynslu ráðgjafa af fjölbreyttum málefnum tengdum fjárfestingum, stjórnun og rekstri, með áherslu á sérsniðna virðisaukandi ráðgjöf.
Akureyrarbær fór í umfangsmiklar stjórnsýslubreytingar á síðasta ári og leitaði Akureyrarbær til Strategíu með undirbúningsvinnu. Öll sú vinna var framúrskarandi og hefur að mínu mati skilað okkur mjög góðum árangri.
Reykjavíkurborg treystir á þjónustu öflugra ráðgjafa í ýmsum mikilvægum verkefnum sínum. Strategía er eitt þeirra ráðgjafafyrirtækja sem hefur m.a. komið að umfangsmikilli breytingastjórnun hjá Reykjavíkurborg. Þar hefur yfirgripsmikil þekking og áratuga reynsla ráðgjafa Strategíu haft mikið að segja hversu vel hefur tekist til.
Mikil áskorun er fyrir stjórnendur að leiða stóran og ólíkan hóp starfsfólks í mótun á sameiginlegri sýn og markmiðum til framtíðar, ekki síst ef gera þarf verulegar breytingar í kjölfarið. Auk baráttu við heimsfaraldur höfum við á HSS verið í slíkri vinnu með Guðrúnu og Margréti hjá Strategíu. Þeirra hnitmiðuðu vinnubrögð  gerðu okkur kleift að klára þá vinnu vel og án tafa.

Stjórn Fræðagarðs-stéttarfélags háskólamanna hefur fengið leiðsögn við stefnumótunarvinnu undanfarin ár. Félagið hefur staðið frammi fyrir miklum breytingum á skömmum tíma og þurfti að skoða möguleika til að efla þjónustu félagsins sem tilheyrir í nútímalegu stéttarfélagi. Við höfum fengið góða þjónustu og greinargóða skoðun á stöðu okkar sem hefur aftur leitt til jákvæðra breytinga fyrir félagið.

Þegar tekin var ákvörðun um að stofna SSNE á grunni þriggja eldri félaga var ákveðið að semja við Strategíu um viðamikið hlutverk í breytingarferlinu. Ráðgjafar Strategíu unnu með stýrihópi að stofnun félagsins að lausnum er við komu stefnumótun, stjórnun, starfsháttum, skipulagsbreytingum og stofnsamþykktum svo eitthvað sé nefnt. Samstarfið við Strategíu gekk ákaflega vel og varð sameiningin farsæl. Ég er sannfærð um að fagleg aðkoma Strategíu að sameiningarferlinu hafi skipt sköpum.
Ég átti mjög gott samstarf við Guðrúnu Ragnarsdóttur hjá Strategíu við endurskoðun stefnu Vísindagarða Háskóla Íslands. Guðrún undirbjó, skipulagði og leiddi fundi með stjórn félagsins og hagaðilum og vann síðan tillögur að nýrri stefnu, hlutverki og framtíðarsýn ásamt innleiðingaráætlun. Allt af stakri fagmennsku, ákveðni, lipurð og festu.
Parka leitaði til Strategíu með að leiða stefnumótun fyrirtækisins árið 2019. Sú vinna stóð algjörlega undir væntingum okkar og hefur nýst okkur vel. Fagleg og virðisaukandi vinna frá upphafi til enda.

Fyrirtækið

Strategía byggir á áratuga stjórnunar- og rekstrarreynslu ráðgjafa Strategíu og innsýn þeirra í viðfangsefni eigenda og stjórnenda.

Þjónusta

Strategía er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki sem veitir ráðgjöf til eigenda, stjórna og stjórnenda fyrirtækja og stofnana.
Hafa samband

Húsi verslunarinnar
Kringlunni 7 
103 Reykjavík
(+354) 519 1600
strategia@strategia.is
Kt. 680114-0990
VSK nr. 115935

Fylgstu með