Strategía býður upp á sérsniðnar lausnir við stefnumótun og stjórnun breytinga. Markvisst innleiðingarferli Strategíu gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ná skilgreindum markmiðum.
Þegar unnið er að mótun stefnu fyrir fyrirtæki og stofnanir er mikilvægt að huga að innleiðingu hennar strax í upphafi. Ráðgjafar Strategíu hafa ártuga reynslu af stefnumótun og innleiðingu stefnu bæði í einka- og opinberum rekstri. Unnið er út frá skilgreindu ferli sem hjálpar fyrirtækjum og opinberum aðilum að innleiða stefnu og breytingar á árangursríkan hátt.
Strategía aðstoðar stjórnendur við endurskoðun á skipuriti þannig að það styðji við innleiðingu á stefnu fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Strategía veitir einnig rágjöf við sveitarfélög og ráðuneyti varðandi endurskoðun á stjórnskipulagi.
Við endurskoðun á skipuriti/stjórnskipulagi er mikilvægt að rýna núverandi fyrirkomulag út frá stefnu viðkomandi rekstrar. Ef um opinbera aðila er að ræða þarf að taka tillit til þess lagaramma sem unnið er innan. Stór þáttur af árangursríkri innleiðingu á nýju skipuriti/stjórnskipulagi er að tryggja sameiginlegan skilning á því hver ber ábyrgð á hverju og að innleiðingin sé markviss.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Ragnarsdóttir, gudrun@strategia.is, sími 770-4121.
Strategía veitir heildstæða ráðgjöf við breytingastjórnun á sviði stefnumörkunar, skipulags og stjórnarhátta.
Í ráðgjöf við S-in þrjú – stefna – skipulag og stjórnarhættir - felst heildstæð ráðgjöf við stjórn og stjórnendur um mörkun stefnu, aðlögun skipurits sem styður við innleiðingu stefnunnar og samhliða útfærslu stjórnarhátta sem tryggja skýr hlutverkaskipti, umboð og ábyrgð við innleiðingu og framkvæmd stefnunnar.
Nánari upplýsingar veita Guðrún Ragnarsdóttir, gudrun@strategia.is, sími 770-4121 og Helga Hlín Hákonardóttir, helga@strategia.is, sími 662-0100.
Strategía veitir eigendum, stjórnum og stjórnendum lögfræðilega ráðgjöf með áherslu á vandaða ákvarðanatöku og virðisaukandi og árangursríka stjórnarhætti.
Ráðgjöf á sviði stjórnarhátta og lögfræði getur snúið að eftirfarandi þáttum:
Úttekt og vottun góðra stjórnarhátta
Við úttekt stjórnarhátta eru stjórnarhættir viðkomandi stjórnareiningar eða fleiri stjórnareininga kortlögð og í kjölfarið gerð úttekt á þeim og þeir bornir saman við viðurkennda og góða stjórnarhætti. Í kjölfarið er skilað ábendingum um úrbætur ef við á og innleiðingaráætlun vegna þeirra.
Strategía er viðurkenndur úttektaraðili til vottunar á fyrirtækjum sem „Fyrirmyndar fyrirtæki um góða stjórnarhætti“.
Árangursmat stjórnar
Strategía veitir ráðgjöf við árangursmat stjórnar sem er aðlagað að hverju og einu fyrirtæki fyrir sig. Árangursmat fer fram í formi trúnaðarviðtala við einstaka stjórnarmenn sem rannsóknir hafa sýnt að veita mun betri innsýn í raunveruleg gæði stjórnarhátta og tækifæri til úrbóta.
Í kjölfar árangursmats er skilað ítarlegum niðurstöðum og ábendingum ásamt innleiðingaráætlun vegna þeirra úrbóta sem stjórn ákveður að takast á hendur.
Endurskoðun og innleiðing góðra stjórnarhátta
Heildarendurskoðun stjórnarhátta lítur að þeim ramma sem gildir hverju sinni um stjórnarhætti viðkomandi stjórnareiningar. Þar ber helst að nefna samþykktir félags/stofnunar, starfsreglur stjórnar og undirnefnda stjórnar, starfsáætlun stjórnar og undirnefnda, starfslýsing og starfsreglur forstjóra / framkvæmdastjóra, starfsreglur og starfsáætlun framkvæmdastjórnar, skipulag áhættustýringar, áhættustefna, áhættuvilji, starfskjarastefna, stjórnarháttayfirlýsing, ófjárhagsleg upplýsingagjöf, eigandastefna, tilnefningarnefndir, undirnefndir stjórnar, ritari stjórnar, árangurstengdar greiðslur og stjórn hluthafafunda.
Nánari upplýsingar veitir Helga Hlín Hákonardóttir, helga@strategia.is, sími 662-0100.
Strategía veitir stjórnum og stjórnendum fjölbreytta ráðgjöf varðandi stjórnun og rekstur fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Þar ber helst að nefna ráðgjöf tengda fjármálum og árangursmælikvörðum, breytingum á rekstrarfyrirkomulagi, stjórnunarháttum, stjórnunarkerfum og verkefnastjórnun. Strategía hefur einnig undirbúið fjölda fyrirtækja og stofnana undir það að fá jafnlaunavottun með nálgun sem nýtist vel í rekstri.
Ráðgjöf á sviði stjórnunar, rekstur og gæðamála getur snúið að eftirfarandi þáttum:
Fjármál og árangursmælikvarðar
Ráðgjöf við stjórnun fyrirtækja og stofnana varðandi að fjármál og almennan rekstur. Stjórnir og stjórnendur verða að hafa góða yfirsýn yfir fjárhagsstöðu hverju sinni, jafnvel á ákveðnum sviðum og deildum. Horft er til fjárhagsstöðu hvers mánaðar með samanburð við áætlun, uppsafnað hvert tímabil og áætlun um hvernig staðan verði í árslok. Sjóðstreymisáætlun er ekki síður mikilvæg til að halda úti heilbrigðum rekstri.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Sanders, margret.sanders@strategia.is, sími 863-9977
Aukin skilvirkni og gæði í starfseminni
Greinum hvar tækifæri liggja innan skipulagsheilda til að auka skilvirkni og gæði í starfseminni þar sem litið er til skipulags, hlutverka og verklags, ásamt tækifæra sem felast í stafrænni þróun. Veitum ráðgjöf við ferlamat með það að markmiði að skýra hlutverk og ábyrgð og straumlínulaga starfsemina.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Sanders, margret.sanders@strategia.is, sími 863-9977 og Unnur Helga Kristjánsdóttir, unnur@strategia.is, sími 660-0865.
Skipulag verkefna og verkefnastjórnun
Við greinum skipulag og aðferðir sem skipulagsheildir eru að nota við verkefnastjórnun og aðstoðum við að byggja upp verklag og þekkingu á verkefnastjórnun sem hentar hverri skipulagsheild fyrir sig. Strategía aðstoðar einnig skipulagsheildir við innleiðingu á fyrirhuguðum umbótum eða breytingum með því að skilgreina þær í aðgerðir og skilgreind verkefni þar sem markmið eru skýr, verkáætlanir skýrar og umgjörð fyrir framkvæmd skilgreind sem skipulagsheild getur svo sjálf fylgt eftir. Fundarstjórnun er mikilvægur þáttur í stýringu verkefna og býður Strategía upp á leiðsögn sem lýtur að fundum og fundamenningu. Strategía tekur einnig að sér stýringu einstakra verkefna innan fyrirtækja og stofnana.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Helga Kristjánsdóttir, unnur@strategia.is, sími 660-0865.
Samþætting og einföldun stjórnunarkerfa
Veitum ráðgjöf við einföldun og samþættingu mismunandi stjórnunarkerfa, svo sem gæðastjórnun, umhverfisstjórnun og öryggisstjórnun. Mikilvægt er að stjórnunarkerfi sé samþætt og styðji þannig heildrænt við stefnumótun og markmiðasetningu skipulagsheilda. Samþætt stjórnunarkerfi er einfaldara í rekstri og viðhaldi og sparar þannig tíma og fjármagn og gefur stjórnendum markvissara verkfæri við að takast á við breytingar svo sem aukin áhersla á stafræna þróun, einföldun og skilvirka þjónustu við viðskiptavini. Strategía tekur einnig að sér að rýna afmarkaða hluta stjórnunarkerfis, innri stefnur og verklag sem þarfnast greiningar og endurskoðunar.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Helga Kristjánsdóttir, unnur@strategia.is, sími 660-0865.
Við undirbúning undir jafnlaunavottun er horft til notagildis sem styður þannig stjórnendur í að bæta rekstur og ná tökum á almennu skipulagi sem og framlegð fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Boðið er upp á ráðgjöf við eftirfarandi þætti við undirbúning fyrir jafnlaunavottun:
Starfaflokkun - Aðstoð við starfaflokkun og samhliða yfirfarin starfsheiti. Sett verða upp viðmið/kröfur og skilgreiningar fyrir störfin í heild.
Launagreining - Aðstoð við launagreiningu samkvæmt viðmiðunum sem skilgreind hafa verið í starfaflokkun. Ráðgjafi Strategíu leggur áherslu á að viðskiptavinurinn verði sjálfstæður í launagreiningu og mun kenna starfsfólki á tæki og tól til þess, þannig að launagreining getur í framtíðinni alfarið verið í höndum viðskiptavina ef áhugi er á því.
Gerð eða yfirferð jafnlaunastefnu og jafnréttisstefnu - Aðstoðum viðskiptavini við að setja sér jafnlaunastefnu og jafnréttisstefnu eða yfirförum þær stefnur sem fyrir eru þannig að þær uppfylli kröfur jafnlaunastaðals.
Gerð eða yfirferð ýmissa verklagsreglna - Aðstoð við gerð verklagsreglna eða yfirfara þær reglur sem fyrir eru með það í huga að þær uppfylli kröfur staðals.
Innri úttekt - Mikilvægt er áður en ytri úttekt fer fram að framkvæmd sé innri úttekt. Ráðgjafi Strategíu aðstoðar við gerð innri úttektar eða tekur að sér innri úttekt.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Sanders, margret.sanders@strategia.is, sími 863-9977.