Um okkur

Sagan
okkar

Strategía er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki sem veitir ráðgjöf til eigenda, stjórna og stjórnenda fyrirtækja og stofnana. Strategía byggir á áratuga stjórnunar- og rekstrarreynslu ráðgjafa Strategíu og innsýn þeirra í viðfangsefni eigenda og stjórnenda.

Strategía starfar á flestum sviðum ráðgjafar við eigendur, stjórnir og stjórnendur, s.s. við stefnumótun, breytingastjórnun, stjórnendaþjálfun, lögboðna og góða stjórnarhætti, lögmannsþjónustu,  rekstur fyrirtækja og stofnana og ráðgjöf við fjárfestingar og fjármögnun.

Image
Eigendur strategíu: Margrét Sanders, Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir
Image

Guðrún Ragnarsdóttir

Guðrún Ragnarsdóttir eigandi og ráðgjafi Strategíu hefur víðtæka reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og stjórnun breytinga hjá mörgum af þekktustu fyrirtækjum landsins. Guðrún hefur einnig áralanga reynslu úr opinbera geiranum þar sem hún starfaði bæði sem forstöðumaður í tæp 5 ár og sem ráðgjafi. Guðrún hefur áratuga reynslu sem bæði stjórnandi og verkefnisstjóri í stærri og minni einingum. Guðrún hefur setið í stjórnum ýmissa einka- og opinberra fyrirtækja. Loks má nefna að Guðrún var formaður Stjórnvísi á fyrstu árum þess félags en forveri þess var Gæðastjórnunarfélag Íslands.

Netfang: gudrun@strategia.is
Símanúmer: 770-4121

Image

Helga Hlín Hákonardóttir

Helga Hlín Hákonardóttir eigandi og ráðgjafi Strategíu starfaði frá árinu 1996  á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en hin síðari ár sem lögmaður stjórna (Company Secretary) ásamt almennum lögmannsstörfum fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Hún hefur annast lögfræðilega ráðgjöf við alþjóðlega samningagerð, skráningu á markað, fjármögnun, yfirtökur og samruna – ásamt innleiðingu á ýmsum skilmálum, lögum og reglum í starfsemi fyrirtækja og stjórna. Helga Hlín er héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur starfað í stjórnum um árabil, bæði sem stjórnarmaður og ráðjafi stjórna m.a. við innleiðingu góðra stjórnarhátta.

Netfang: helga@strategia.is
Símanúmer: 662-0100 og +43 076 180 1215

Image

Margrét Sanders

Margrét Sanders eigandi og ráðgjafi Strategíu stýrði á árunum 1999-2016  alþjóðlegu ráðgjafarfyrirtæki og hefur því mikla reynslu af rekstri og fjármálum. Margrét hefur unnið að sameiningu félaga, uppbyggingu innra skipulags, markvissri kostnaðarstýringu, undirbúningi rekstrar fyrir gæðaúttektir ásamt ýmsu öðru tengt árangursríkum rekstri og fjármálum. Auk þess starfaði Margrét í nokkur ár við kennslu og samhliða námi í Bandaríkjunum vann hún við ráðgjöf. Margrét hefur komið að stjórnum ýmissa samtaka og félaga og er virkur þátttakandi í uppbyggingu atvinnulífsins.

Netfang: margret.sanders@strategia.is
Símanúmer: 863-9977

Image

Unnur Helga Kristjánsdóttir

Unnur Helga Kristjánsdóttir býr yfir 20 ára leiðtogareynslu á sviði stjórnunarkerfa, uppbyggingu, innleiðingu, þróun og samþættingu þeirra. Hefur unnið að eflingu stjórnunarhátta og gæðastjórnunar innan fyrirtækja og leitt fjölbreytt umbótaverkefni því tengd. Unnur hefur einnig yfirgripsmikla reynslu af verkefnastjórnun, uppbyggingu og innleiðingu aðferðafræði hennar og skipulags ásamt reynslu við stýringu verkefnastofna og verkefna. Unnur hefur starfað sem sérfræðingur, verkefnastjóri og lengst af sem stjórnandi innan orkugeirans, fjármálageirans og í iðnaði.

Netfang: unnur@strategia.is
Símanúmer 660-0865

Fyrirtækið

Strategía byggir á áratuga stjórnunar- og rekstrarreynslu ráðgjafa Strategíu og innsýn þeirra í viðfangsefni eigenda og stjórnenda.

Þjónusta

Strategía er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki sem veitir ráðgjöf til eigenda, stjórna og stjórnenda fyrirtækja og stofnana.
Hafa samband

Húsi verslunarinnar
Kringlunni 7 
103 Reykjavík
(+354) 519 1600
strategia@strategia.is
Kt. 680114-0990
VSK nr. 115935

Fylgstu með