Námskeið og ráðstefnur

Fyrirlestrar, námskeið
og vinnustofur

Strategía býður upp fjölbreytt úrval fyrirlestra, námskeiða og vinnustofa – sem ávallt eru sniðin að þörfum viðskiptavinarins hverju sinni. 

Stjórnarhættir

Stofnanafjárfestar og hluthafastefnur – tilgangur, framkvæmd og vönduð ákvarðanataka

Um er að ræða hálfs dags námskeið fyrir fjárfesta, stjórnarmenn, stjórnendur og lögmenn.

Fjallað verður um hlutverk eigenda í stjórnarháttum og hlutverk stofnanafjárfesta sérstaklega. Hluthafastefnur verða rýndar og sérstök áhersla lögð á virkni stofnanafjárfesta á hluthafafundum og í samskiptum við stjórnir og stjórnendur félaga. Þá verður fjallað um vandaða ákvarðanatöku – þ.m.t. forendur, skyldur stjórna og vanda þeirra við ákvarðanatöku.

Virðisaukandi stjórnir og vönduð ákvarðanataka
Ábyrgð stjórnenda í ljósi hrundóma

Stefnumótun og stjórnun breytinga

Breytingarstjórnun

Boðið er upp á fyrirlestra eða vinnustofur allt eftir þörfum viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

Fjallað er um helstu þætti breytingarstjórnunar, hvað ber að varast og hvernig er hægt að undirbúa árangursríka innleiðingu á breytingum.

Árangursrík innleiðing á stefnu
Verkfærakista stjórnandans
Bætt stjórnsýsla – hvaða tækifæri felast í stafrænni umbreytingu?
Stafræn innleiðing – hvernig og hvað svo?

Stjórnun fyrirtækja og fjármál

Skipulag fjármála og reksturs

Boðið er upp á fyrirlestra eða vinnustofur allt eftir þörfum viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

Fjallað er um samspil fjármálastjóra og annarra stjórnenda.  Hvernig stuðningur á og getur fjármálastjóri/fjármáladeild veitt?  Farið er yfir það hvernig stjórnendur ná yfirsýn yfir svið/deildir?

Skipulag funda og fundastjórnun
ISO 9001 á mannamáli

Strategíudagurinn í gegnum árin

Fyrirtækið

Strategía byggir á áratuga stjórnunar- og rekstrarreynslu ráðgjafa Strategíu og innsýn þeirra í viðfangsefni eigenda og stjórnenda.

Þjónusta

Strategía er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki sem veitir ráðgjöf til eigenda, stjórna og stjórnenda fyrirtækja og stofnana.
Hafa samband

Húsi verslunarinnar
Kringlunni 7 
103 Reykjavík
(+354) 519 1600
strategia@strategia.is
Kt. 680114-0990
VSK nr. 115935

Fylgstu með