Fyrirlestrar, námskeið og vinnustofur
Stjórnarhættir
Um er að ræða hálfs dags námskeið fyrir fjárfesta, stjórnarmenn, stjórnendur og lögmenn.
Fjallað verður um hlutverk eigenda í stjórnarháttum og hlutverk stofnanafjárfesta sérstaklega. Hluthafastefnur verða rýndar og sérstök áhersla lögð á virkni stofnanafjárfesta á hluthafafundum og í samskiptum við stjórnir og stjórnendur félaga. Þá verður fjallað um vandaða ákvarðanatöku – þ.m.t. forendur, skyldur stjórna og vanda þeirra við ákvarðanatöku.
Stefnumótun og stjórnun breytinga
Boðið er upp á fyrirlestra eða vinnustofur allt eftir þörfum viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.
Fjallað er um helstu þætti breytingarstjórnunar, hvað ber að varast og hvernig er hægt að undirbúa árangursríka innleiðingu á breytingum.
Stjórnun fyrirtækja og fjármál
Boðið er upp á fyrirlestra eða vinnustofur allt eftir þörfum viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.
Fjallað er um samspil fjármálastjóra og annarra stjórnenda. Hvernig stuðningur á og getur fjármálastjóri/fjármáladeild veitt? Farið er yfir það hvernig stjórnendur ná yfirsýn yfir svið/deildir?