Strategía er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki sem veitir ráðgjöf til eigenda, stjórna og stjórnenda fyrirtækja og stofnana. Strategía byggir á áratuga stjórnunar- og rekstrarreynslu ráðgjafa Strategíu og innsýn þeirra í viðfangsefni eigenda og stjórnenda.

Strategía starfar á flestum sviðum ráðgjafar við eigendur, stjórnir og stjórnendur, s.s. við stefnumótun, breytingastjórnun, stjórnendaþjálfun, lögboðna og góða stjórnarhætti, lögmannsþjónustu,  rekstur fyrirtækja og stofnana og ráðgjöf við fjárfestingar og fjármögnun.