Með stafrænu byltingunni hafa væntingar viðskiptavina til fyrirtækja gjörbreyst. Gríðarleg tækniþróun og kröfur viðskiptavina um þægindi, hraða og klæðskerasniðnar lausnir hefur gjörbreytt kauphegðun og kaupferli viðskiptavina. Fyrirtæki sem ætla að grípa þau tækifæri sem stafræna byltingin hefur fram að færa eru að innleiða Omni Channel. Ráðgjafar Strategíu aðstoða fyrirtæki að grípa þau tækifæri sem stafræna byltingin hefur upp upp á að bjóða með fyrirlestrum og vinnustofum fyrir stjórnendur sem vilja mæta þessum auknu væntingum viðskiptavina með því að hefja innleiðingu á Omni Channel.