Rannsóknir sýna að í 70% tilfella ná fyrirtæki eða stofnanir ekki þeim árangri sem þau ætla sér í upphafi þegar unnið er að innleiðingu á stefnu eða breytingum. Því er mjög mikilvægt að skipuleggja innleiðingu á stefnu eða breytingum eins og best er á kosið.

Stefnuvitinn

Stefnuvitinn er öflugt verkfæri sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að meta hversu vel í stakk búin þau eru til að ná góðum árangri. Á einfaldan hátt er hægt að meta stöðuna og skilgreina þær aðgerðir sem ráðast þarf í til að innleiðingin verði sem árangursríkust. Annar mikilvægur þáttur við innleiðingu á stefnu eða breytingum er regluleg rýni á ferlið og framgang þess.

Nánari upplýsingar hjá gudrun@strategia.is