Strategía býður upp á öfluga verkefnastjóra sem hafa víðtæka og árangursríka reynslu af verkefnastjórnun. Sú reynsla er bæði af innlendum og erlendum vettvangi, hvort sem er um innleiðingu upplýsingakerfa, breytingarstjórnun, hagkvæmis úttektir eða framkvæmdaverkefni er að ræða.

Verkefnastjórnun Strategíu byggir á því að nota aðeins þær aðferðir sem best hafa reynst á hverjum tíma. Í hverju tilfelli fyrir sig er horft til umfangs og flækjustigs verkefnisins áður en rétt aðferðafræði er valin í samráði við viðkomandi fyrirtæki eða stofnun.

Nánari upplýsingar hjá gudrun@strategia.is