Innri þættir fyrirtækja eru almennur rekstur, mannauður, innri markaðssetning og samfélagsleg ábyrgð.  Gott er að horfa á hvern þessara þátta fyrir sig og horfa til þess hvert hlutverk stjórnar er í að fylgjast með stefnu, stöðu og framgangi þessara þátta.

Mannauðs mælikvarðar

Mannauðurinn er einn af undirstöðum hvers fyrirtækis og þarf stjórn að hafa góða yfirsýn yfir því hvernig staða þess er.  Lykil mælikvarðar tengdar mannauði eru mikilvægir og er gott að ákveða í upphafi rekstrarárs hvaða mælikvarðar skipta máli og fer það eftir eðli fyrirtækisins.  Tekjur pr starfsmann, ánægja, veikindi  eru dæmi um mælikvarða en þeir eru mismunandi eftir fyrirtækjum.  Ráðgjafar Strategíu aðstoða stjórnir til að setja sér árangursmælikvarða mannauðs og geta sett upp mælaborð til að fylgja þeim reglulega eftir sem og hvað á heima á borði stjórnar og hvað á borði stjórnenda

Samfélagslegir mælikvarðar

Innan fyrirtækja þarf að huga að samfélagslegum þáttum svo sem virka þátttöku starfsmanna í samfélagsverkefnum, fræðsla innan fyrirtækis, umhverfið og að starfmenn séu meðvitaðir um samfélagsábyrgð sína í heildarmyndinni.  Ekki má gleyma að góðir stjórnarhættir eru stór liður í samfélagslegri ábyrgð, en fjallað er um þá á öðrum stað.  Stjórnin er einn hlekkur í keðjunni við að horfa til ábyrgðar heildarinnar og geta ráðgjafar Strategíu aðstoðað við uppsetningu mælikvarða fyrir stjórnir til að skoða framgang og þá vinnu sem fram fer í fyrirtækinu.

Nánari upplýsingar hjá margret.sanders@strategia.is