Ytri þættir fyrirtækja ná m.a. til viðskiptavina og samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækisins.

Gott er að horfa á hvern þessarra þátta fyrir sig og horfa til þess hvert hlutverk stjórnar er í að fylgjast með stefnu, stöðu og framgangi þessara þátta.

Viðskipta mælikvarðar

Viðskiptavinir fyrirtækja eru mikilvægir og ef þjónusta eða vara er ekki í lagi hefur það áhrif á fyrirtækið.  Fyrirtæki þurfa að setja upp mælikvarða til að vakta upplifun viðskiptavina.   Einnig er mikilvægt að markaðssetning fyrirtækisins styðji við stefnu fyrirtækisins og að skilaboð, styrkir og annað sem tengist markaðsmálum skili þeim árangri sem stefnt var að.  Stjórn þarf að fylgjast með að fjármagn sem sett er í þessa málaflokka skili því sem stefnt var að þegar farið var af stað og eru mælikvarðar mikilvægir í því sambandi.

Samfélagslegir mælikvarðar

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja skiptir máli, og þarf að horfa m.a. til þess sem við á í hverju fyrirtæki s.s. hvort fyrirtæki leggi áherslu á góða stjórnarhætti, umhverfismálin séu í hávegi höfð,  hvernig stuðningur við nærumhverfið er og hvort hvernig fyrirtækið upplýsir og fræðir nærumhverfið.  Allt þetta skiptir máli.  Stjórnin þarf að fylgjast með og gott er að setja upp mælikvarða þannig að stjórnin hafi heildarmyndina og skoði frekar frávik og breytingar ef þörf er á.

Nánari upplýsingar hjá margret.sanders@strategia.is