Stjórnir þurfa í upphafi árs í samráði við stjórnendur að setja upp áherslur ársins og í þeim áherslum að athuga hvaða áherslur í rekstri eru á rekstrarárinu.   Árangur er ekki einungis metinn útfrá fjárhagslegum mælikvörðum.  Í lok rekstrarárs er árangursmat gert útfrá áherslum til að sjá hvort markmiðum er náð.

Oft eru rekstrarlegir þættir vanmetnir, einungis horft til heildarkostnaðar en niðurbrot sýnir oft aðrar staðreyndir.  Ráðgjafar Strategíu aðstoða stjórnendur við að horfa á heildarmyndina, en horfa til breytinga sem hafa orðið á ákveðnum þáttum og í ákveðnum tilfellum horft til breytinga þar sem viðmiðið getur verið pr starfsmann, pr fermeter o.s.frv.    Sú nálgun hentar mun betur fyrir fyrirtæki þar sem miklar breytingar eru á milli ára á s.s. tekjum, hagnaði, stærð.

Rekstur húsnæðis, tæknimála, mötuneytis og fleiri lykilaþátta í rekstri er í höndum stjórnenda og nægir ekki að horfa til heildarkostnaðar þegar árangur er metinn.  Ráðgjafar Strategíu aðstoða stjórnir við  að setja sér árangursmælikvarða tengda rekstri og geta sett upp mælaborð til að fylgja þeim reglulega eftir.  Eins hafa ráðgjafar reynslu í að breyta rekstrarformum í ofangreindum rekstrarþáttum og geta aðstoðað stjórnir og stjórnendur í  greiningum á þeim þáttum.

Nánari upplýsingar hjá margret.sanders@strategia.is