Um er að ræða heils dags námskeið með skipulögðum umræðustundum þátttakenda og er námskeiðið ætlað fjárfestum, stjórnarmönnum, stjórnendum og lögmönnum.

Farið verður yfir hvað þarf til að hver og einn stjórnarmaður og stjórn sem heild geti axlað þá ábyrgð sem þeim er falin  samhliða því að vera virðisaukandi í störfum sínum. Hlutverk og umboð stjórna verða rýnd  sem og verkefni stjórna, s.s. starfsreglur, starfsáætlun stjórnar, samskipti við hluthafa, stjórnarháttayfirlýsingar, starfskjarastefnur, siðareglur, undirnefndir, valnefndir, hæfisreglur og ritara stjórnar. Þá verða hlutverk og umboð forstjóra rýnd ásamt ráðningarsamningi, starfslýsingu, verkaskiptingu gagnvart stjórn og upplýsingagjöf til stjórnar. Prókúra og umboðsreglur verða rýndar og sérstök áhersla verður að lokum lögð á vandaða ákvarðanatöku stjórnar.