Boðið er upp á hálfs dags eða heils dags námskeið þar sem fjallað er um hin ýmsu hlutverk stjórnandans og verkfærakistu hans.

Hvort sem stjórnandi starfar innan einka eða opinbera geirans þarf hann að  nálgast starf sitt sem leiðtogi, fjármálastjóri, mannauðsstjóri, gæðastjóri, rekstrarstjóri osfrv. Strategía býður upp á sérsniðna stjórnendaþjálfun fyrir stjórnendahópa sem miðar að því að efla og styrkja stjórnendur í þeim mismunandi hlutverkum sem þeir þurfa að glíma við. Þjálfunin er bæði í formi fyrirlestra og verkefnavinnu.

Hér eru dæmi um hvernig hægt er að nálgast heildstæða stjórnendaþjálfun í námskeiðaformi:

Hlutverk stjórnandans og verkfærakassi hans.

  • Farið er yfir m.a. hin ýmsu hlutverk stjórnandans, aðstæðubundna stjórnun, tímastjórnun og þau helstu tæki og tól sem þátttakendur geta nýtt sér í daglegri stjórnun.

Stjórnandinn sem mannauðsstjóri.

  • Farið er yfir m.a. framkvæmd starfsmannasamtala, endurgjöf og hvatningu og hvernig best er að leysa úr erfiðum starfsmannamálum.

Stjórnandinn sem leiðtogi.

  • Farið er yfir m.a. virka hlustun, leiðbeinandi hlutverk stjórnandans og markmiðasetningu.

Stjórnandinn sem rekstrarstjóri.

  • Farið er yfir m.a. gerð rekstraráætlana, helstu lykilþætti í rekstri fyrirtækisins eða stofnunarinnar og eftirfylgni þeirra.

Stjórnandinn sem gæðastjóri.

  • Farið er yfir m.a. mikilvægi þess að skjalfesta verklag, uppbyggingu gæðakerfis, umbótaverkefni og eftirfylgni úrbóta.