Eigendur og almennir fjárfestar hafa mikla hagsmuni af gegnsæi og skilningi á þeim stjórnarháttum sem viðhafðir eru í félögum sem fjárfestingar þeirra snúa að. Strategía gerir úttektir á stjórnarháttum og veitir eigendum og öðrum fjárfestum ráðgjöf um stjórnarhætti, s.s. í kringum hluthafafundi, hlutafjáraukningar og upplýsingagjöf félaga. Þá veitir Strategía eigendum og fjárfestum ráðgjöf við samskipti við stjórnir og stjórnendur en slík samskipti eru formlegri en áður og ráðlegt að njóta ráðgjafar þegar ekki er um reglubundna upplýsingagjöf að ræða.

Nánari upplýsingar hjá helga@strategia.is