Ein helsta gagnrýni á stjórnarhætti undanfarin misseri er svokölluð „copy/paste“ innleiðing sem felur í sér að stjórnarhættir annað hvort byggja á gömlum merg – án rýni, eða innleiddir eru „nýtísku“ stjórnarhættir samkvæmt fyrirfram gefnu skapalóni  – án þess að stjórnarhættirnir séu rýndir og aðlagaðir að viðkomandi félagi, eigendum þess, stjórn, stjórnendum og öðrum hagaðilum. Ráðgjafar Strategíu hafa áralangar reynslu af stjórnarháttum og innleiðingu þeirra, en ekki síður úttektum á þeim og ábendingum um úrbætur. Þá hefur Strategía hlotið viðurkenningu Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands um stjórnarhætti sem úttektaraðili á góðum stjórnarháttum. Í því felst úttekt og mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda og þau fyrirtæki sem standast slíkt mat fá viðurkenningu sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum“ (excemplary in corporate governance).

Nánari upplýsingar hjá helga@strategia.is