Strategía hefur starfað innan og með fjölmörgum undirnefndum stjórna, sem gjarnan eru skipaðar á sviðum t.d. endurskoðunar, áhættustýringar, starfskjara, stjórnarhátta og skráningar á skipulegan verðbréfamarkað. Miklu skiptir að vandað sé til verka við skipan og skilgreiningu á hlutverki, verkefnum, starfsháttum, starfsáætlun og upplýsingagjöf til stjórnar, hvort heldur í upphafi við skipan nefnda eða við rýni á störfum þeirra og árangri. Þannig verður raunverulegum markmiðum með skipan þeirra náð og byggja ráðgjafar Strategíu þar á áralangri reynslu sinni af störfum undirnefnda.

Nánari upplýsingar hjá helga@strategia.is