Ráðgjafar Strategíu hafa áratuga reynslu af stofnun félaga, þar á meðal uppsetningu á stofngögnum, s.s. samþykktum og hluthafasamkomulögum. Fjárfesting í greinargóðri ráðgjöf og samningu stofnskjala sem endurspegla raunverulegan vilja og skilning eigenda er afar verðmæt – sér í lagi ef á réttindi eigenda reynir. Í uppsetningu og uppfærslu samþykkta og hluthafasamkomulaga felast mikil tækifæri til að efla góða stjórnarhætti og réttindi eigenda með litlum tilkostnaði.

Nánari upplýsingar hjá helga@strategia.is