Um er að ræða hálfs dags námskeið fyrir fjárfesta, stjórnarmenn, stjórnendur og lögmenn.

Fjallað verður um hlutverk eigenda í stjórnarháttum og hlutverk stofnanafjárfesta sérstaklega. Hluthafastefnur verða rýndar og sérstök áhersla lögð á virkni stofnanafjárfesta á hluthafafundum og í samskiptum við stjórnir og stjórnendur félaga. Þá verður fjallað um vandaða ákvarðanatöku – þ.m.t. forendur, skyldur stjórna og vanda þeirra við ákvarðanatöku.