Mikilvægi þess að stjórnir samþykki eigin starfsreglur og starfsáætlun ,sem aðlagaðar eru að vilja og þörfum hverrar og einnar stjórnar eru án efa bestu úrbætur á sviði stjórnarhátta sem átt hafa sér stað undanfarin ár. Þar gefst hverjum og einum stjórnarmanni færi á að taka þátt í að semja og þróa verkefni og verklag stjórnar á starfsárinu í stað þess að koma að borðinu sem þiggjandi þeirra stjórnarhátta sem viðhafðir hafa verið jafnvel um áratuga bil. Árleg rýni og aðlögun skilar stjórnum umsvifalaust árangursríkum og virðisaukandi starfsháttum fyrir alla hagaðila viðkomandi félags.

Nánari upplýsingar hjá helga@strategia.is