Mikil framþróun hefur orðið í starfsháttum og ákvarðanatöku stjórna undanfarin ár, samhliða aukinni kröfu um skýra ábyrgð og árangur í störfum stjórna. Strategía býður upp á starfsdag stjórna þar sem stjórn gefst tækifæri til að móta stefnu og setja markmið í störfum sínum. Á starfsdeginum eru stjórnarhættir, störf og markmið stjórnar rýnd, ásamt leiðum til innleiðingar á þeim. Á starfsdeginum gefst tækifæri til opinnar rýni og skoðanaskipta utan ramma reglubundinna stjórnarfunda, sem um leið er til þess fallið að auka skilning, trúnað og starfsanda innan stjórnarinnar.

Nánari upplýsingar hjá strategia@strategia.is