Strategía veitir stjórnum lögfræðilega ráðgjöf sem ritari stjórnar (e. company secretary) en sú starfsemi er í æ ríkari mæli að ryðja sér til rúms samhliða aukinni virkni og raunverulegri stjórnun stjórna, í stað svokallaðra stjórnendastjórna. Ritari stjórnar er lögfræðilegur ráðgjafi stjórnar og stjórnarmanna og kemur m.a. að uppsetningu dagskrár, upplýsinga og boðun stjórnarfunda, aðstoðar við lögboðna og góða stjórnarhætti og regluvörslu, þar með talið vanhæfi. Hann aðstoðar stjórn jafnframt við vandaða ákvarðanatöku, ritar fundargerðir og aðstoðar við undirbúning og framkvæmd hluthafafunda – svo fátt eitt sé nefnt.

Nánari upplýsingar hjá helga@strategia.is