Undanfarin misseri hefur færst mjög í aukana að íslenskir hluthafar rýni tillögur fyrir hluthafafundi og láti til sín taka telji þeir að tillögur eða upplýsingagjöf þarfnist úrbóta, s.s. varðandi heimildir stjórna til meðferðar eigin hluta, útgáfu nýs hlutafjár og kauprétta – sem og starfskjarastefnur og stjórnarháttayfirlýsingar. Strategía hefur umgangsmikla reynslu og þekkingu á þessu sviði og veitir lögfræðilega ráðgjöf til hluthafa við undirbúning, aðdraganda og á hluthafafundum – sem og í kjölfar hluthafafunda ef þörf krefur.

Nánari upplýsingar hjá helga@strategia.is