Árangursmat utanaðkomandi ráðgjafa er annað og meira en svokallað sjálfsmat stjórnar eins og orðalag gefur beint til kynna. Sjálfsmat stjórnar má kalla gott og gilt og betra en ekkert mat á störfum stjórnar. Eins og máltækið segir þá er enginn dómari í eigin sök. Aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa við raunverulegt árangursmat stjórnar er hluti af þeirri þjónustu sem ráðgjafar Strategíu hafa mikla reynslu af og er þar um að ræða einhverja þá hagkvæmustu fjárfestingu sem stjórnir geta fjárfest í, í þeim tilgangi að auka verðmæti með störfum sínum og gera hverjum og einum stjórnarmanni kleift að axla ábyrgð á störfum sínum.

Árangursmat forstjóra er ekki síður mikilvægt til framþróunar á störfum stjórnar, þar með talið upplýsingagjöf forstjóra til stjórnar á fundum og á milli funda og ekki síður umboð forstjóra til ákvarðanatöku og starfslýsingu forstjóra að öðru leyti.

Nánari upplýsingar hjá helga@strategia.is