Ráðgjafar Strategíu hafa áralanga reynslu í þeim atriðum sem lögð eru til grundvallar í jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 ásamt því að undirbúa fyrirtæki fyrir jafnlaunavottun.   Ráðgjafar Strategíu hafa mikla reynslu af gæðastjórnun og framkvæmd gæðaúttekta sem nýtist í vinnunni.   Áhersla ráðgjafa Strategíu er á notagildi og einfaldleika þannig að sú vinna leiði til bættra vinnubragða og sé virðisaukandi fyrir fyrirtæki.

Áður en vinnan hefst er tekið stöðumat á því hvernig fyrirtækið uppfyllir kröfur jafnlaunavottunar samkvæmt staðli, aðgerðaráætlun teiknuð upp og ábyrgðaraðilar skilgreindir.   Ráðgjafar aðstoða síðan við að uppfylla kröfur staðalsins s.s. gerð ýmissa verklagsreglna, stefnur, starfaflokkun og launagreiningu.

Nánari upplýsingar hjá margret.sanders@strategia.is