Kauphegðun viðskiptavina hefur breyst mikið undanfarin ár í kjölfar stafrænu byltingarinnar. Kröfur um þægindi, hraða og klæðskerasniðnar lausnir hefur gjörbreytt kaupferlinu sem fyrirtæki þurfa að bregðast við. Með því að bæta upplifun viðskiptavina á kaupferlinu geta fyrirtæki aukið aðgreiningu, samkeppnishæfni og sölu ásamt tryggð viðskiptavina.

Ráðgjafar Strategíu aðstoða fyrirtæki við að kortleggja kaupferli viðskiptavina til að greina tækifæri í að mæta betur væntingum viðskiptavina og bæta upplifun þeirra á heildarkaupferlinu.

Nánari upplýsingar hjá edda@strategia.is